„Okkur finnst við geta hlaupið endalaust“

Kristinn Steindórsson skoraði í kvöld.
Kristinn Steindórsson skoraði í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

„Bara mjög mik­il­væg­ur eins og all­ir okk­ar sigr­ar upp á síðkastið,“ svaraði Krist­inn Stein­dórs­son leikmaður Breiðabliks þegar mbl.is spurði hann hversu mik­il­væg­ur sig­ur­inn gegn Val á Kópa­vogs­vell­in­um í kvöld hafi verið. 

Breiðablik vann 3:0 og er í topp­sæti Pepsí Max deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu þegar tvær um­ferðir eru eft­ir. Von­ir Vals­manna um að verja Íslands­meist­ara­titil­inn eru end­an­lega úr sög­unni. 

„Vík­ing­ur vann í dag og við viss­um því að við þyrft­um að vinna í kvöld. Reynd­ar höf­um við litið þannig á í þess­ar tvær vik­ur sem við höf­um beðið eft­ir þess­um leik að þenn­an þyrft­um við að vinna. Við náðum því og erum sátt­ir,“ sagði Krist­inn einnig. 

Eft­ir marka­laus­an fyrri hálfleik fannst Kristni að Blikar þyrftu að vera þol­in­móðir og þá kæmi að því að þeir skoruðu. „Mér fannst við vera með þá í fyrri hálfleik. Við töld­um að ef við yrðum þol­in­móðir og spiluðum okk­ar leik þá mynd­um við fá mark­tæki­færi. Við feng­um víti og skoruðum 1:0. Þá þurftu þeir að opna sig meira og við geng­um á lagið. Við spiluðum okk­ar bolta og vor­um viss­ir um að mörk­in myndu koma ef við gerðum það.“

Eft­ir gott gengi í deild­inni og í Evr­ópu­leikj­um þá er sjálfs­traustið vænt­an­lega í botni hjá leik­mönn­um Breiðabliks? 

„Að sjálf­sögðu. Ég held að það sjá­ist á okk­ar spila­mennsku að okk­ur líður vel og að okk­ur finnst gam­an að spila fót­bolta. Menn eru svo sann­ar­lega að leggja sig fram hver fyr­ir aðra og þá er erfitt að stoppa okk­ur,“ sagði Krist­inn. Í síðustu tveim­ur leikj­un­um mæt­ir liðið FH á úti­velli og HK á heima­velli. Það er óneit­an­lega at­hygl­is­vert að Kópa­vogsliðin muni eig­ast við í lokaum­ferðinni. 

„Já já al­gjör­lega. En við erum ekki farn­ir að horfa á það ennþá því við eig­um leik á sunnu­dag­inn. Við þurf­um að klára hann al­menni­lega áður en við för­um að spá í leikn­um á móti HK og hvernig það allt verður.“

Blikarn­ir hafa leikið mjög vel seinni hluta sum­ars og marg­ir Evr­ópu­leik­ir á skömm­um tíma höfðu ekki nei­kvæð áhrif á gengi liðsins í deild­inni sem er nokkuð at­hygl­is­vert. 

„Við vor­um heppn­ir með meiðsli en erum einnig það vel þjálfaðir að við eig­um að þríf­ast á því að vera í svona leikja­álagi. Það er miklu skemmti­legra held­ur en að spila einn leik á viku og æfa þess á milli. Ég held að við höf­um notið þess að fá að fara sam­an í ferðalög og spila fullt af leikj­um. Við erum í frá­bæru formi og okk­ur finnst við geta hlaupið enda­laust. Við njót­um þess bara að spila hvort sem það eru þrír dag­ar á milli leikja eða vika,“ sagði Krist­inn Stein­dórs­son sem hef­ur verið mjög drjúg­ur fyr­ir Blika í sum­ar og skoraði annað mark liðsins í kvöld. 

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert