Leikmenn gætu hætt vegna afskipta stjórnar KSÍ

Margir af reynslumestu leikmönnum íslenska karlalandsliðsins eru ósáttir við framgöngu …
Margir af reynslumestu leikmönnum íslenska karlalandsliðsins eru ósáttir við framgöngu stjórnar KSÍ. mbl.is/Kristinn Magnússon

Reynd­ustu leik­menn ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu gætu lagt landsliðsskóna á hill­una ef það kem­ur til frek­ari af­skipta stjórn­ar Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands, KSÍ, af landsliðshópn­um.

Þetta herma heim­ild­ir mbl.is.

Kol­beinn Sigþórs­son var val­inn í ís­lenska landsliðshóp­inn í nýliðnum lands­leikja­glugga þar sem Ísland mætti Rúm­en­íu, Norður-Makedón­íu og Þýskalandi á Laug­ar­dals­velli í undan­keppni HM.

Hon­um var aft­ur á móti meinað að taka þátt í verk­efn­inu af stjórn KSÍ eft­ir að umræða um meint of­beld­is­brot hans gegn tveim­ur stúlk­um á skemmti­stað í Reykja­vík árið 2017 var tek­in til um­fjöll­un­ar í fjöl­miðlum.

Mik­il óánægja var með þessa ákvörðun stjórn­ar­inn­ar inn­an leik­manna­hóps­ins sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is. Fram und­an eru tveir heima­leik­ir hjá ís­lenska liðinu í undan­keppni HM; gegn Armen­íu 8. októ­ber og Liechten­stein 11. októ­ber. Báðir leik­irn­ir fara fram á Laug­ar­dals­velli.

Gustað hefur hressilega í kringum Knattspyrnusamband Íslands undanfarna daga.
Gustað hef­ur hressi­lega í kring­um Knatt­spyrnu­sam­band Íslands und­an­farna daga. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ný stjórn kjör­in í októ­ber

Þá hafa tveir leik­menn karla­landsliðsins verið sakaðir um nauðgun á sam­fé­lags­miðlum, án þess þó að hafa verið nafn­greind­ir. At­vikið á að hafa átt sér stað árið 2010 en þeir voru ekki í ís­lenska landsliðshópn­um í síðasta lands­leikja­glugga.

Leiða má þó að því lík­ur að Arn­ar Þór Viðars­son, þjálf­ari ís­lenska liðsins, hafi hug á því að velja að minnsta kosti ann­an þeirra í hóp­inn fyr­ir leik­ina gegn Armen­íu og Liechten­stein, ef þeir eru leik­fær­ir.

Knatt­spyrnu­sam­band­inu er kunn­ugt um þær ásak­an­ir sem birt­ar hafa verið á sam­fé­lags­miðlum og gæti stjórn sam­bands­ins beitt sér fyr­ir því að ákveðnir leik­menn yrðu ekki vald­ir.

Fari svo að stjórn­in geri þá kröfu gætu marg­ir af reynd­ustu leik­mönn­um liðsins kallað þetta gott og lagt landsliðsskóna á hill­una eft­ir far­sæl­an fer­il með liðinu und­an­far­inn ára­tug.

Stjórn KSÍ sagði af sér á dög­un­um eft­ir að sam­bandið var sakað um þögg­un og meðvirkni með meint­um gerend­um og verður ný bráðabirgðastjórn kjör­in á aukaþingi sam­bands­ins 2. októ­ber. 

Mikið mun mæða á nýrri stjórn enda fara lands­leik­irn­ir í októ­ber fram tæp­lega viku eft­ir að ný stjórn hef­ur verið kjör­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert