Íþrótta- og Ólympíunefnd Íslands, ÍSÍ, hefur orðið við þeirri ósk Knattspyrnusambands Íslands að stofna nefnd til að gera úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands.
Nefndina skipa Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur, Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari og formaður nefndarinnar, og Rán Ingvarsdóttir lögfræðingur.
Í tilkynningu frá ÍSÍ segir að úttektarnefndin sé sjálfstæð og óháð í störfum sínum og KSÍ ábyrgist að hún fái aðgang að öllum þeim gögnum sem sambandið hefur með höndum.
Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá á vef ÍSÍ.