Rúnar Páll Sigmundsson mun halda áfram sem aðalþjálfari Fylkis og hefur hann skrifað undir þriggja ára samning.
Þessu greindi hann frá í samtali við mbl.is eftir 0:6 tap Fylkis gegn Val í lokaumferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, í dag.
Rúnar Páll tók við sem þjálfari Fylkis undir lok tímabils en náði ekki að koma í veg fyrir fall Árbæinga niður í 1. deild.
Fylkir hafnaði í 12. og neðsta sæti með aðeins 16 stig í 22 leikjum.
Nánar var rætt við Rúnar Pál og kemur ítarlegra viðtal á vefinn síðar í dag.