Dæmir heimaleik hjá Manchester United

Þorvaldur Árnason dæmir á Englandi.
Þorvaldur Árnason dæmir á Englandi. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þorvaldur Árnason, milliríkjadómari í knattspyrnu, er á leið til Englands þar sem hann dæmir heimaleik hjá Manchester United á miðvikudaginn.

Það er viðureign Manchester United og Villarreal frá Spáni í unglingadeild UEFA en þar spila U19 ára lið sömu félaga og mætast síðan sama kvöld í Meistaradeild Evrópu. Leikurinn fer fram í Leigh, skammt frá Manchester, en með Þorvaldi í dómaratríóinu verða Jóhann Gunnar Guðmundsson og Andri Vigfússon.

Ívar Orri Kristjánsson verður einnig við störf á Bretlandseyjum í sömu keppni sama dag en hann verður í Dublin á Írlandi og dæmir þar leik heimamannanna í St. Patrick's Athletic gegn Rauðu stjörnunni frá Serbíu. Aðstoðardómarar hans verða Birkir Sigurðarson og Oddur Helgi Guðmundsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert