Ekkert heyrst af Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í hópnum.
Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í hópnum. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu og leikmaður Everton, er ekki í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í október.

Gylfi Þór var handtekinn á Bretlandseyjum í júlí í sumar, grunaður um brot gegn ólögráða einstaklingi, en hann er í farbanni þar í landi til 16. október.

Hann hefur ekkert leikið með félagsliði sínu Everton á tímabilinu og er ekki í leikmannahópi liðsins sem tekur þátt í ensku úrvalsdeildinni, fyrri hluta tímabilsins.

„Við höfum ekki verið í samskiptum við Gylfa,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ, þegar hann var spurður út í málefni Gylfa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka