Sá reyndasti var bestur á árinu 2021

Erlendur Eiríksson er besti dómari úrvalsdeildar karla að mati Morgunblaðsins.
Erlendur Eiríksson er besti dómari úrvalsdeildar karla að mati Morgunblaðsins. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson

Erlendur Eiríksson, reyndasti dómari úrvalsdeildar karla í fótbolta árið 2021 var jafnframt besti dómari deildarinnar samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins.

Gunnar Oddur Hafliðason, einn af yngstu dómurum landsins, var hins vegar besti dómarinn í úrvalsdeild kvenna samkvæmt sömu einkunnagjöf.

Morgunblaðið gefur dómurum einkunnir á skalanum einn til tíu fyrir alla leiki í úrvalsdeildum karla og kvenna.

Erlendur, sem varð fimmtugur á árinu, dæmdi fjórtán leiki í úrvalsdeild karla og sýndi mesta stöðugleikann af þeim ellefu dómurum sem dæmdu 131 af 132 leikjum deildarinnar á nýliðnu keppnistímabili.

Nítjánda tímabilið

Erlendur, sem hefur nú dæmt nítján tímabil í úrvalsdeild karla, fékk níu sinnum einkunnina 8 og einu sinni einkunnina 9 fyrir frammistöðu sína. Þá fékk hann þrisvar sinnum 7 í einkunn og aðeins einu sinni 6. Hann fékk þar með hæstu meðaleinkunnina, 7,71 fyrir leikina fjórtán.

Pétur Guðmundsson, Jóhann Ingi Jónsson og Þorvaldur Árnason voru í næstu sætum á eftir Erlendi. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var besti dómarinn samkvæmt einkunnagjöfinni undanfarin þrjú ár en varð að sætta sig við sjötta sætið að þessu sinni.

Umfjöllunina og einkunnagjöfina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert