Bæði liðin eru á sigurbraut

Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA og Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings …
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA og Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings með bikarinn sem liðin slást um í dag. mbl.is/Aron Elvar Finnsson

Víkingar eru með níu sigurleiki í röð frá 11. ágúst og langþráðan Íslandsmeistaratitil í húsi.
Skagamenn eru með fimm sigurleiki í röð frá 11. september og ævintýralega björgun frá falli úr úrvalsdeildinni.

Óhætt er að segja að tvö „heitustu“ knattspyrnulið landsins undanfarnar vikur mætist í úrslitaleik bikarkeppninnar á Laugardalsvellinum klukkan 15 í dag, þótt hlutskipti þeirra hafi verið ólíkt á Íslandsmótinu.

Víkingar mæta vissulega sigurstranglegri til leiks. Þeir hafa margt sem knýr þá áfram í þessum síðasta leik tímabilsins þótt einhverjir gætu talið þá sadda eftir að hafa innbyrt Íslandsmeistaratitilinn.

Víkingar hafa náð valdi á þeirri list að vinna leiki, sama hvað. Þeir hafa lent í alls konar vandræðum í leikjum sínum frá 11. ágúst en ávallt náð að knýja fram sigurinn sem til þurfti.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka