Alex Freyr Elísson mun leika með Fram í efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu á næsta keppnistímabili.
Á vefsíðu Fram er greint frá því að Alex hafi gert nýjan samning við Fram sem tryggði sér keppnisrétt í efstu deild á næsta ári með glæsibrag í sumar.
Alex Freyr lék sinn fyrsta leik fyrir Fram árið 2015 og alls hefur hann leikið 126 leiki fyrir félagið eftir því sem fram kemur í tilkynningunni.