Enn framlengir Valur við lykilkonur

Mist Edvardsdóttir verður áfram á Hlíðarenda.
Mist Edvardsdóttir verður áfram á Hlíðarenda. Ljósmynd/Hafþór

Knattspyrnudeild Vals hefur tilkynnt að varnarmaðurinn öflugi, Mist Edvardsdóttir, sé búin að skrifa undir nýjan samning við kvennaliðið.

Nýi samningurinn gildir til loka næsta tímabils.

„Mist gekk til félagsins fyrir tímabilið 2011 og hefur verið lykilmaður í liðinu síðan. Hún átti frábært tímabil síðastliðið sumar og var meðal annars valin besti leikmaður tímabilsins af Pepsi Max mörkunum og Heimavellinum.

Það er mikil ánægja að Valur fái að njóta krafta þessa reynslumikla leikmanns á næsta tímabil,“ segir í tilkynningu frá knattspyrnudeild Vals.

Undanfarið hefur fjöldi leikmanna Vals framlengt samninga sína, þar á meðal Sólveig Jóhannesdóttir Larsen, Lára Kristín Pedersen og reynsluboltarnir Fanndís Friðriksdóttir, Sandra Sigurðardóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka