Þjálfarateymið sem kom kvennaliði Aftureldingar upp í efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu verður áfram við stjórnvölinn að Varmá á næsta tímabili.
Afturelding segir frá þessu á Facebook í dag en um þrjá þjálfara er að ræða: Bjarka Má Sverrisson, Ruth Þórðar Þórðardóttur og Alexander Aron Davorsson.
Ruth gerði nýjan samning út næsta tímabil en þeir Bjarki og Alexander sömdu til fjögurra ára.