Fylgja Aftureldingu upp í efstu deild

Mikið var um dýrðir í Mosfellsbænum í september þegar sæti …
Mikið var um dýrðir í Mosfellsbænum í september þegar sæti í efstu deild var fagnað. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þjálfarateymið sem kom kvennaliði Aftureldingar upp í efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu verður áfram við stjórnvölinn að Varmá á næsta tímabili. 

Afturelding segir frá þessu á Facebook í dag en um þrjá þjálfara er að ræða: Bjarka Má Sverrisson, Ruth Þórðar Þórðardóttur og Alexander Aron Davorsson. 

Ruth gerði nýjan samning út næsta tímabil en þeir Bjarki og Alexander sömdu til fjögurra ára. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka