Bolvíkingurinn Pétur Bjarnason, einn af lykilmönnum Vestra, hefur skrifað undir nýjan samning og leikur áfram með liðinu.
Vestri tilkynnti þetta á Facebook en á dögunum gerðu Nacho Gil og Nikolaj Madsen einnig nýja samninga við Vestra sem og þjálfarinn Jón Þór Hauksson.
Pétur skoraði 14 mörk fyrir Vestra á nýafstöðnu tímabili og var fimmti markahæsti leikmaður Lengudeildarinnar, þeirrar næstefstu, með 11 mörk.
Samkvæmt heimildum mbl.is velti Pétur því fyrir sér að breyta til á næsta tímabili en mun leika með Vestra á næsta tímabili.
Vladimir Tufegdzic gerði einnig nýjan samning en hann hefur verið síðustu tvö tímabil hjá Vestra og skoraði sjö mörk í sumar. Hann hefur einnig spilað með Víkingi R., KA og Grindavík hérlendis.