Hefur rætt við Breiðablik

Dagur Dan Þórhallsson gæti verið á förum frá Fylki.
Dagur Dan Þórhallsson gæti verið á förum frá Fylki. mb.is/Árni Sæberg

Knattspyrnumaðurinn Dagur Dan Þórhallsson hefur rætt við Breiðablik um að ganga til liðs við félagið. Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu.

Dagur, sem er 21 árs gamall, er leikmaður Fylkis en liðið féll úr efstu deild á dögunum eftir að hafa hafnaði í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.

Hann skoraði eitt mark í 20 leikjum fyrir Fylki í efstu deild í sumar en alls á hann að baki 36 leiki í efstu deild með Fylki og Keflavík.

Dagur lék með Mjöndalen í Noregi frá 2019 til 2021 og þá á hann að baki 23 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands þar sem hann hefur skorað tvö mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert