Sigurður Ragnar Eyjólfsson mun stýra liði Keflavíkur í efstu deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu næsta sumar.
Sigurður Ragnar og Eysteinn Hauksson stýrðu liðinu saman síðustu tvö tímabil en Eysteinn lætur nú af störfum hjá meistaraflokki. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram Eysteinn sé enn þjálfari innan félagsins og í viðræðum við félagið um að halda því áfram.
Haraldur Guðmundson, fyrrverandi fyrirliði Keflavíkur, verður Sigurði Ragnari til aðstoðar. Haraldur hættir því sem þjálfari Reynis í Sandgerði þar sem hann hefur þjálfað undanfarin fjögur ár og farið með liðið úr 4. deild upp í 2. deild.