Guðrún Arnardóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir koma inn í byrjunarlið Íslands fyrir leik liðsins gegn Tékklandi í C-riðli undankeppni HM 2023 í knattspyrnu sem fram fer á Laugardalsvelli og hefst klukkan 18:45.
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins, tilkynnti byrjunarlið sitt fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékklandi núna rétt í þessu en hann gerir tvær breytingar á liðinu frá 0:2-tapinu gegn Hollandi hinn 21. september sem fram fór á Laugardalsvelli.
Alexandra Jóhannsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir missa sæti sitt í liðinu en annars er liðið óbreytt frá leiknum gegn Hollandi.
Íslenska liðið þarf nauðsynlega á sigri að halda, ætli það sér að berjast um efstu sæti riðilsins og sæti á HM, en liðið er án stiga í fjórða sætinu á meðan Tékkar eru með 4 stig í efsta sætinu.
Byrjunarlið Íslands:
Sandra Sigurðardóttir
Guðný Árnadóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Guðrún Arnardóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir
Sveindís Jane Jónsdóttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Agla María Albertsdóttir