Sakaður um kynferðisbrot ásamt Aroni Einari

Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH.
Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH. Ljósmynd/Sigurður Ragnarsson

Eggert Gunnþór Jóns­son, leikmaður úr­vals­deild­arliðs FH, er sá knatt­spyrnumaður sem sakaður hef­ur verið um kyn­ferðis­brot ásamt landsliðsfyr­irliðanum Aroni Ein­ari Gunn­ars­syni.

Þetta staðfesti Viðar Hall­dórs­son, formaður aðal­stjórn­ar FH, í sam­tali við Stund­ina í dag en um­rætt at­vik átti sér stað í Kaup­manna­höfn í Dan­mörku árið 2010.

Málið var tekið upp að nýju hjá lög­reglu á dög­un­um en Aron Ein­ar var ekki val­inn í ís­lenska landsliðshóp­inn fyr­ir leik­ina gegn Armen­íu og Liechten­stein í undan­keppni HM í októ­ber og sendi frá sér harðorða yf­ir­lýs­ingu í kjöl­farið þar sem hann gagn­rýndi KSÍ.

„Hver seg­ir að það sé lög­reglu­rann­sókn í gangi?“ Í fyrsta lagi veit hvorki þú né ég hvort þess­ir menn hafi verið kærðir, enda áhöld um hvort búið sé að kæra. Það skul­um við fyrst hafa á hreinu,“ seg­ir Viðar í sam­tali við Stund­ina.

RÚV greindi frá því í lok sept­em­ber að rann­sókn í máli Arons og Eggerts hefði verið tek­in upp að nýju en málið vakti fyrst at­hygli í maí á þessu ári þegar meint­ur brotaþoli deildi upp­lif­un sinni af meintri nauðgun á sam­fé­lags­miðlum.

„Við vit­um að Eggert Gunnþór Jóns­son er ann­ar aðil­anna í þessu máli sem kom upp á yf­ir­borðið í maí á þessu ári. Það viss­um við þegar líða fór á sum­arið,“ sagði Viðar sem var stadd­ur í Dan­mörku þegar um­rætt at­vik á að hafa átt sér stað en hann var þá meðlim­ur í landsliðsnefnd knatt­spyrnu­sam­bands­ins.

 „Við sem vor­um þar heyrðum aldrei af þessu máli, aldrei. Það sjá all­ir að ell­efu ára gam­alt mál … ég ætla ekki að segja að hún sé að ljúga. Ég ætla held­ur ekki að segja að Eggert Gunnþór eða Aron Ein­ar séu að ljúga. Ég get það ekki. Ég var ekki þarna. Ég var í Kaup­manna­höfn, en ég var ekki á staðnum,“ bætti Viðar við. 

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert