Mikið líf og fjör er í Kringlunni í dag þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir áritar varning frá Heimavellinum frá klukkan eitt til þrjú.
Þegar ljósmyndari mbl.is mætti á staðinn um klukkan eitt hafði þegar myndast röð í áritunina og ljóst að fjöldi fólks vill nafn Söru á sinn varning.
Sara Björk er fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu en hún er nú í leyfi þar sem hún er barnshafandi.
Heimavöllurinn.is stóð fyrir viðburðinum.