Grenjuðum í fanginu á hvor öðrum

„Ég fór bara að væla þegar dómarinn flautaði til leiksloka,“ sagði Halldór Smári Sigurðsson, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Halldór Smári, sem er 33 ára gamall, varð Íslandsmeistari með Víkingum í fyrsta sinn hinn 25. september eftir 2:0-sigur gegn Leikni úr Reykjavík á Víkingsvelli í Fossvogi í lokaumferð úrvalsdeildarinnar.

Miðvörðurinn öflugi er uppalinn í Víkinni og hefur leikið allan sinn feril með félaginu en hann er leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins með 381 leik á bakinu.

„Ég fékk Einar Guðnason aðstoðarþjálfara beint í fangið og þetta var besti maðurinn sem ég gat knúsað á þessu augnabliki,“ sagði Halldór Smári.

„Við grenjuðum aðeins í fanginu á hvor öðrum sem var bara mjög kósí og þrátt fyrir gleðina sem fylgdi því að verða Íslandsmeistari þá fann ég fyrst og fremst fyrir létti á þessu augnabliki,“ sagði Halldór Smára.

Viðtalið við Halldór Smára í heild sinni má nálgast með því að smella hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert