Sjö breytingar á liði Íslands – Amanda byrjar

Amanda Andradóttir kemur inn í byrjunarliðið.
Amanda Andradóttir kemur inn í byrjunarliðið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, gerir sjö breytingar á byrjunarliði sínu frá 4:0 sigrinum gegn Tékklandi í undankeppni HM 2023 fyrir leik liðsins gegn Kýpur í kvöld.

Guðný Árnadóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir halda sæti sínu í byrjunarliðinu.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Sif Atladóttir, sem er fyrirliði í dag, Ingibjörg Sigurðardóttir, Elísa Viðarsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir og Amanda Andradóttir, sem er aðeins 17 ára gömul, koma svo inn í liðið.

Sandra Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Guðrún Arnardóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Agla María Albertsdóttir detta þar með út úr liðinu.

Byrjunarlið Íslands (4-3-3):

Mark: Cecilía Rán Rúnarsdóttir

Vörn: Guðný Árnadóttir, Sif Atladóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Elísa Viðarsdóttir

Miðja: Dagný Brynjarsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir

Sókn: Sveindís Jane Jónsdóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir, Amanda Andradóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert