Get aldrei hlustað aftur á víkingaklappið

Aron Einar Gunnarsson og leikmenn karlalandsliðsins taka víkingaklappið á Laugardalsvelli …
Aron Einar Gunnarsson og leikmenn karlalandsliðsins taka víkingaklappið á Laugardalsvelli ásamt stuðningsmönnum liðsins. mbl.is/Golli

Forsvaramenn aðgerðahópsins Öfga settust niður með Stuart James blaðamanni The Athletic hér á landi á dögunum og ræddu um meint ofbeldis- og kynferðisbrot innan knattspyrnuhreyfingarinnar, KSÍ.

The Athletic fjallar ítarlega um meint brot leikmanna íslenska karlalandsliðsins, knattspyrnuhreyfinguna og áhrifin sem málið hefur haft á íslenskt samfélag í grein sem birtist á vef miðilsins í morgun.

Mbl.is greindi frá því á dögunum að aðgerðahópurinn Öfgar hefði sent stjórn KSÍ tölvupóst sem innihélt nöfn sex landsliðsmanna og dagsetningar yfir meint brot þeirra en pósturinn var flokkaður sem trúnaðarmál á stjórnarfundi KSÍ hinn 30. september.

„Við finnum fyrir mikilli reiði í samfélaginu í okkar garð,“ sagði Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir í samtali við The Athletic.

„Þið hafið eyðilegt fótboltann fyrir okkur eru skilaboð sem við höfum fengið. Eins hefur fólk hvatt okkur til þess að fremja sjálfsvíg og talað um að það þurfi að nauðga okkur. Hvað eruð þið að tjá ykkur um fótbolta, eitthvað sem þið vitið ekkert um? 

Ég elskaði íslenska karlalandsliðið en það er langt í að ég fari á leik hjá þeim. Það er líka búið að eyðileggja víkingaklappið fyrir mér. Ég mun aldrei geta hlustað á það aftur. Víkingaklappið er táknmynd einhvers núna sem ég er algjörlega mótfallin,“ bætti Ólöf Tara Harðardóttir við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert