Ísland mætir Frakklandi, Ítalíu og Belgíu á EM

Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar sigurmarki sínu í Búdapest í fyrra …
Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar sigurmarki sínu í Búdapest í fyrra sem tryggði Íslandi sæti í lokakeppni EM. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu dróst í D-riðil með Frakklandi, Ítalíu og Belgíu á Evrópumótinu sem fer fram næsta sumar á Englandi.

Fyrsti leikur Íslands verður gegn Belgíu á æfingavelli Manchester City þar í borg.

Annar leikur Íslands verður gegn Ítalíu í Rotherham og þriðji leikur riðilsins verður gegn Frakklandi, einnig í Rotherham.

Fylgst var með drættinum í beinni textalýsingu hér að neðan.

Drátturinn í heild sinni:

A-riðill: England, Noregur, Austurríki, Norður-Írland

B-riðill: Þýskaland, Spánn, Danmörk, Finnland

C-riðill: Holland, Svíþjóð, Sviss, Rússland

D-riðill: Frakkland, Ítalía, Belgía, Ísland

Dregið í riðla fyrir lokakeppni EM opna loka
kl. 16:46 Textalýsing Mbl.is þakkar samfylgdina.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert