Pew aðstoðar í Vogum

Andy Pew hefur verið fyrirliði Þróttara undanfarin tímabil.
Andy Pew hefur verið fyrirliði Þróttara undanfarin tímabil. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

Andy Pew hefur framlengt samning sinn við knattspyrnulið Þróttar í Vogum. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem félagið sendi frá sér í morgun.

Þá mun Pew einnig aðstoða Eið Benedikt Eiríksson sem tók við stjórnataumunum hjá félaginu á dögunum eftir að Hermann Hreiðarsson lét af störfum.

Pew, sem er 41 árs gamall, hefur leikið með Þrótturum frá árinu 2019 en alls á hann að baki 259 leiki hér á landi með Selfossi, Árborg, Hamri, Vestra og Þrótturum.

Þróttarar fögnuðu sigri í 2. deildinni á síðustu leiktíð og leika því í 1. deildinni í fyrsta skipti næsta sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert