Íslenska U17-ára landsliðið í knattspyrnu karla er úr leik í undankeppi EM eftir að hafa gert markalaust jafntefli gegn Ungverjalandi í lokaleik undanriðils síns í dag.
Íslensku piltarnir þurftu á sigri að halda til að eygja möguleika á að komast á næsta stig undankeppninnar en með jafntefli í dag er ljóst að liðið kemst ekki áfram.
Byrjunarlið Íslands í leiknum (4-3-3):
Markvörður: Arnar Daði Jóhannesson
Varnarmenn: Mikael Trausti Viðarsson, Arngrímur Bjartur Guðmundsson (fyrirliði), Daníel Freyr Kristjánsson, Stefán Orri Hákonarson
Miðjumenn:Ásgeir Galdur Guðmundsson, Ágúst Orri Þorsteinsson, Róbert Frosti Þorkelsson
Sóknarmenn: Daníel Tristan Guðjohnsen, Birkir Jakob Jónsson, William Cole Campbell