Dagur samdi til þriggja ára

Dagur Dan Þórhallsson í leik með Fylki í sumar.
Dagur Dan Þórhallsson í leik með Fylki í sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Knattspyrnudeild Breiðabliks tilkynnti í dag að Dagur Dan Þórhallsson sé gengin í raðir félagsins frá Mjöndalen í Noregi. 

Dagur Dan lék með Fylki síðasta sumar og var þá lánaður frá norska liðinu. Hann hefur nú félagaskipti í Breiðablik og skrifaði undir þriggja ára samning samkvæmt tilkynningu frá Breiðabliki. 

Dagur Dan er 21 árs og lék í yngri flokkunum með Fylki og Haukum. Hér heima hefur hann einnig leikið með Keflavík en erlendis með Gent og Mjöndalen. 

Dagur hefur leikið þrjá leiki með U21 árs landsliðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert