Jordan Damachoua, knattspyrnumaður frá Mið-Afríkulýðveldinu, hefur samið við Þórsara á Akureyri um að leika með þeim á næsta keppnistímabili og snýr því aftur til Íslands eftir eins árs fjarveru.
Damachoua, sem er þrítugur varnarmaður, er uppalinn í Frakklandi en hefur leikið með landsliði Mið-Afríkulýðveldisins. Hann lék með KF í Fjallabyggð árin 2018 og 2019 og hjálpaði liðinu upp í 2. deild seinna árið og spilað síðan með Kórdrengjum í 2. deild 2020 og hjálpaði þeim upp í 1. deildina. Hann hefur um árabil leikið með Chateauneuf í frönsku E-deildinni á milli þess sem hann hefur verið á Íslandi.