Kristófer við hlið Ásmundar

Kristófer Sigurgeirsson er kominn aftur til Breiðabliks.
Kristófer Sigurgeirsson er kominn aftur til Breiðabliks. mbl.is/Árni Sæberg

Kristófer Sigurgeirsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari kvennaliðs Breiðabliks í knattspyrnu og starfar hann því við hlið Ásmundar Arnarssonar sem tók við liðinu fyrr í þessum mánuði.

Kristófer lék lengi með Breiðabliki og var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla árin 2015 og 2016 og var um skeið yfirþjálfari yngri flokka. Hann starfaði einnig hjá HK, Fjölni og Val og var aðalþjálfari karlaliða Reynis í Sandgerði og Leiknis í Reykjavík.

Nóg af verkefnum er framundan hjá kvennaliði Breiðabliks sem á eftir að leika fjóra leiki í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fyrir jól.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert