Ólöf er komin í raðir Þróttar

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir í leik með Þrótti gegn Tindastóli í …
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir í leik með Þrótti gegn Tindastóli í sumar. Ljósmynd/Jón Helgi Pálmason

Knattspyrnukonan Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er gengin til liðs við Þrótt í Reykjavík eftir að hafa verið í láni hjá félaginu frá Val undanfarin tvö tímabil.

Þróttarar skýrðu frá þessu í dag og að Ólöf hafi samið við félagið út tímabilið 2023 en hún hefur verið í stóru hlutverki í liði þeirra undanfarin tvö ár og skorað 14 mörk í 29 leikjum í úrvalsdeildinni. Ólöf er aðeins átján ára gömul en hún hefur skorað tíu mörk í 22 leikjum með yngri landsliðum Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert