Framlengdi í Garðabæ

Brynjar Gauti Guðjónsson verður áfram í Garðabænum næstu árin.
Brynjar Gauti Guðjónsson verður áfram í Garðabænum næstu árin. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Brynjar Gauti Guðjónsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Stjörnunnar. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Brynjar Gauti, sem er 29 ára gamall, framlengdi samning sinn til næstu tveggja ára en hann gekk til liðs við Garðbæinga árið 2015 frá ÍBV.

Hann á að baki 203 leiki í efstu deild með Stjörnunni og ÍBV en hann er uppalinn hjá Víkingi á Ólafsvík. 

Hann lék þrettán leiki með Stjörnunni í úrvalsdeildinni í sumar en hann hefur leikið35 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

„Brynjar gekk til liðs við Stjörnuna árið 2015 og hefur leikið 156 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 4 mörk,“ segir meðal annars í tilkynningu Garðbæinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert