Aron Kristófer Lárusson hefur gert fjögurra ára samning við knattspyrnudeild KR.
Aron er 23 ára gamall og lék með liði ÍA í sumar sem bjargaði sér frá falli á ævintýralegan hátt og lék til úrslita í bikarkeppninni. Aron hefur leikið 39 leiki með ÍA í efstu deild en hann hefur einnig leikið með Þór á Akureyri og Völsungi í neðri deildunum.
KR hefur fengið til sín fjóra leikmenn eftir að Íslandsmótinu lauk. Stefán Ljubicic frá HK, Aron Snæ Friðriksson frá Fylki og Sigurð Bjart Hallsson frá Grindavík.