KR-ingar sækja leikmann á Skagann

Aron Kristófer Lárusson.
Aron Kristófer Lárusson. mbl.is/Arnþór

Aron Kristófer Lárusson hefur gert fjögurra ára samning við knattspyrnudeild KR. 

Aron er 23 ára gamall og lék með liði ÍA í sumar sem bjargaði sér frá falli á ævintýralegan hátt og lék til úrslita í bikarkeppninni. Aron hefur leikið 39 leiki með ÍA í efstu deild en hann hefur einnig leikið með Þór á Akureyri og Völsungi í neðri deildunum. 

KR hefur fengið til sín fjóra leikmenn eftir að Íslandsmótinu lauk. Stefán Ljubicic frá HK, Aron Snæ Friðriksson frá Fylki og Sigurð Bjart Hallsson frá Grindavík. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert