Blek sett á blað í þorpinu

Sigurður Marinó Kristjánsson.
Sigurður Marinó Kristjánsson. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þór frá Akureyri samdi við tvo knattspyrnumenn í dag og munu þeir leika með liðinu í 1. deild karla í knattspyrnu, þeirri næstefstu, næsta sumar,

Sigurður Marinó Kristjánsson gerði nýjan tveggja ára samning við félagið en hann hefur verið fastamaður í liðinu síðustu árin. 

Ungur miðvörður Ragnar Óli Ragnarsson samdi til þriggja ára en hann er enn í 2. flokki. Á Akureyri.net kemur fram að Ragnar sé sonur Siglfirðingsins Ragnars Haukssonar sem lék um tíma með Þór. Faðirinn var öllu þekktari fyrir að hrella markverði en að verjast sóknum og skaust fram á sjónarsviðið þegar hann skoraði þrennu fyrir Skagamenn á aðeins átta mínútna kafla gegn Stjörnunni sumarið 1997. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert