Keflvíkingar bæta við sig markverði

Haraldur Guðmundsson, aðstoðarþjálfari Keflavíkur, og Rúnar Gissurarson handsala samninginn í …
Haraldur Guðmundsson, aðstoðarþjálfari Keflavíkur, og Rúnar Gissurarson handsala samninginn í morgun. Ljósmynd/Keflavík

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur gert samning við markvörðinn Rúnar Gissurarson sem gildir út keppnistímabilið 2022.

Rúnar lék síðast með Reyni frá Sandgerði, uppeldisfélagi sínu þar sem hann hefur leikið stærstan hluta ferilsins. Hefur hann einnig spilað fyrir Víði úr Garði, Njarðvík og Þrótt úr Vogum.

Rúnar er 35 ára gamall og hefur leikið 154 deildarleiki á ferli sínum, flesta í D-deild.

„Rúnar kemur inn í markmannshópinn og veitir Sindra, Helga og Þresti aukna samkeppni og kemur einnig með fleira inn í leikmannahópinn okkar. Velkominn Rúnar,“ sagði meðal annars í tilkynningu knattspyrnudeildar Keflavíkur í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert