Afturelding fær liðsstyrk

Hildur Karítas Gunnarsdóttir (9) í leik með Haukum gegn FH …
Hildur Karítas Gunnarsdóttir (9) í leik með Haukum gegn FH síðasta sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Lið Aftureldingar sem leikur í efstu deild kvenna í knattspyrnu næsta sumar hefur fengið liðsstyrk frá Hafnarfirði. 

Hildur Karítas Gunnarsdóttir hefur gert tveggja ára samning við félagið eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Aftureldingu. 

Hildur kemur frá Haukum en þar hefur hún leikið síðan 2018. Hildur Karítas skoraði 8 mörk í næstefstu deild síðasta sumar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert