Einn nýliði í U21-árs landsliðshópnum

Valgeir Valgeirsson er í U21-árs landsliðshópnum.
Valgeir Valgeirsson er í U21-árs landsliðshópnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hákon Arnar Haraldsson er í íslenska U21-árs landsliðshópnum í knattspyrnu sem mætir Liechtenstein og Grikklandi í D-riðli undankeppni EM 2023 í nóvember.

Davíð Snorra Jónasson, þjálfari U21-árs liðsins, tilkynnti hópinn í dag en leikir fara báðir fram ytra, gegn Liechtenstein 12. nóvember í Eschen og gegn Grikklandi í Tripoli 16. nóvember.

Hákon Arnar, sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Köbenhavn í dönsku úrvalsdeildinni á dögunum, var ekki í hópnum gegn Portúgal í október en kemur nú inn í hópinn að nýju.

Einn nýliði er í hópnum að þessu sinni en það er FH-ingurinn Logi Hrafn Róbertsson, 17 ára gamall, sem var valinn í æfingahóp U21-árs landsliðsins á dögunum. Valgeir Valgeirsson úr HK er annar í hópnum sem ekki á U21-árs landsleik að baki en hann var í hópnum í síðasta leik.

Brynólfur Andersen Willumsson kemur inn í hópinn eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum liðsins vegna meiðsla sem og Kristian Nökkvi Hlynsson sem var ekki í hópnum gegn Portúgal en lék leikina tvo þar á undan.

Þá detta þeir Dagur Dan Þórhallsson og Gíxli Laxdal Unnarsson úr hópnum en þeir voru báðir í hópnum gegn Portúgal.

Íslenska liðið er með 4 stig í fjórða sæti riðilsins, fimm stigum minna en topplið Portúgals.

Landsliðshópur Íslands:

Markverðir:

Hákon Rafn Valdimarsson - Elfsborg
Jökull Andrésson - Morecambe - 1 leikur

Aðrir leikmenn:

Kolbeinn Þórðarson - Lommel - 11 leikir, 1 mark
Log Hrafn Róbertsson - FH
Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia - 6 leikir
Valgeir Lunddal Friðriksson - Häcken - 5 leikir
Finnur Tómas Pálmason - KR - 7 leikir
Birkir Heimisson - Valur - 2 leikir
Ágúst Eðvald Hlynsson - Horsens - 6 leikir
Stefán Árni Geirsson - KR - 4 leikir
Sævar Atli Magnússon - Lyngby - 3 leikir
Orri Hrafn Kjartansson - Fylkir - 1 leikur
Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn - 3 leikir, 2 mörk
Karl Friðleifur Gunnarsson - Breiðablik - 1 leikur
Valgeir Valgeirsson - HK
Atli Barkarson - Víkingur R. - 3 leikir
Kristall Máni Ingason - Víkingur R. - 2 leikir
Viktor Örlygur Andrason - Víkingur R. - 3 leikir
Kristian Nökkvi Hlynsson - Ajax - 2 leikir
Brynjólfur Andersen Willumsson - Kristiansund - 16 leikir, 1 mark

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert