Íslenska landsliðið leikur fyrir luktum dyrum

Brynjar Ingi Bjarnason, Guðmundur Þórarinsson og Jón Dagur Þorsteinsson í …
Brynjar Ingi Bjarnason, Guðmundur Þórarinsson og Jón Dagur Þorsteinsson í leik Íslands og Rúmeníu í september. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leikur Rúmeníu og Íslands í undankeppni HM karla í knattspyrnu mun fara fram fyrir luktum dyrum í Rúmeníu eftir viku. 

Mun það vera vegan samkomutakmarkana og sóttvarnarráðstafana í Rúmeníu vegna heimsfaraldursins en kórónuveiran herjar nú á Rúmena. 

Leikurinn verður sá næstsíðasti hjá Íslandi í undankeppni HM. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert