Landsleikjamet Rúnars í stórhættu

Arnar Þór Viðarsson fer yfir sviðið á fundinum í dag.
Arnar Þór Viðarsson fer yfir sviðið á fundinum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, tilkynnti á blaðamannafundi í dag hvaða leikmenn skipa landsliðið sem mætir Rúmeníu og N-Makedóníu í undankeppni HM 2022. 

Um er að ræða síðustu tvo leiki Íslands í riðlinum. Ísland er í 5. sæti í riðlinum af sex liðum með 8 stig eftir átta leiki. Ísak Óli Ólafsson, Arnór Ingvi Traustason og Aron Elís Þrándarson koma inn í hópinn en voru ekki í síðasta verkefni. 

Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson eru báðir í leikmannahópnum. Birkir Bjarna hefur leikið 103 A-landsleiki og Birkir Már leikið 102 en Rúnar Kristinsson er leikjahæstur frá upphafi með 104 A-landsleiki. 

Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason vildu að sögn Arnars Þórs fá tækifæri til að ná sér betur á strik áður en þeir mæta í næsta landsliðsverkefni en báðir hafa fengið sinn skammt af meiðslum. 

Ómar Smárason frá samskiptadeild KSÍ, Arnar Þór Viðarsson og Eiður …
Ómar Smárason frá samskiptadeild KSÍ, Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Staðan varðandi Aron Einar Gunnarsson er sú sama og síðast að sögn Arnars Þórs. Utanaðkomandi aðstæður eru ástæða þess að hann er ekki í hópnum. 

Guðlaugur Victor Pálsson og Hjörtur Hermannsson eru ekki með af persónulegum ástæðum. 

Arnór Ingvi Traustason er í hópnum í fyrsta sinn síðan í mars og þeir Aron Elís Þrándarson og Ísak Óli Ólafsson bætast einnig í hópinn en þeir voru síðast með í vináttuleikjunum í júní.

Landsliðshóp­ur Íslands:

Markverðir:
12/0 Rún­ar Alex Rún­ars­son - OH Leu­ven 
  2/0 Elías Rafn Ólafs­son - Midtjyl­l­and
  0/0 Pat­rik Sig­urður Gunn­ars­son - Vik­ing Stavan­ger

Varn­ar­menn:
102/4 Birk­ir Már Sæv­ars­son - Val­ur 
 82/0 Ari Freyr Skúla­son - Norr­köp­ing 
 10/0 Guðmund­ur Þór­ar­ins­son - New York City 
   8/2 Brynj­ar Ingi Bjarna­son - Lecce 
   6/0 Al­fons Samp­sted - Bodo/​Glimt 
   3/0 Daníel Leó Grétarsson - Blackpool 
   1/0 Ari Leifs­son - Ströms­god­set 
   1/0 Ísak Óli Ólafsson - SönderjyskE 

Miðju­menn:
103/14 Birk­ir Bjarna­son - Adana Dem­ir­spor 
  40/5 Arnór Ingvi Traustason - New England Revolution 
    8/1 Ísak Berg­mann Jó­hann­es­son - Kö­ben­havn 
    8/0 Andri Fann­ar Bald­urs­son - Kö­ben­havn 
    6/0 Aron Elís Þrándarson - OB 
    5/1 Stefán Teit­ur Þórðar­son - Sil­ke­borg 
    5/0 Þórir Jó­hann Helga­son - Lecce 

Sókn­ar­menn:
32/4 Viðar Örn Kjart­ans­son - Vål­erenga 
27/6 Al­bert Guðmunds­son - AZ Alk­ma­ar 
14/1 Jón Dag­ur Þor­steins­son - AGF 
  6/0 Sveinn Aron Guðjohnsen - Elfs­borg 
  4/2 Andri Lucas Guðjohnsen - Real Madrid Castilla 
  2/0 Mika­el Egill Ellertsson - SPAL

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert