Arnór Gauti Ragnarsson mun leika með Fylki í næstefstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu á næsta ári.
Arnór var lánaður til Aftureldingar og lék með Mosfellingum í Lengjudeildinni en þar hófst hans knattspyrnuferill.
Hann var hins vegar samningsbundinn Fylki og hefur nú gert nýjan tveggja ára samning við Fylki samkvæmt tilkynningu frá félaginu á samfélagsmiðlum.