Léstu stelpuna sóla þig?

„Ég var eitthvað búin að vera leika mér á Sauðárkróki þegar ég var sex ára en þetta byrjaði fyrir alvöru þegar ég flutti til Danmerkur,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Vanda, sem er 56 ára gömul, var kjörin formaður Knattspyrnusambands Íslands á aukaþingi sambandsins hinn 2. október.

Hún hefur verið viðloðandi Knattspyrnuhreyfinguna frá því hún man eftir sér en hún var lengi fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins og síðar þjálfari liðsins.

„Ég spilaði með fimmta-, fjórða- og þriðjaflokki karla því það var enginn stelpufótbolti í boði á þessum tíma og það var í raun aldrei neitt vesen,“ sagði Vanda.

„Eftir að ég varð fullorðin þá hitti ég nokkra stráka sem ég spilaði á móti frá Húsavík og Siglufirði og þeim var sumum strítt á því að ég hefði sólað þá,“ sagði Vanda meðal annars.

Viðtalið við Vöndu í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert