Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Japan í vináttulandsleik í Almere í Hollandi 25. nóvember. Þetta tilkynnti Knattspyrnusamband Íslands á heimasíðu sinni í morgun.
Ísland mætir Kýpur undankeppni HM 2023 hinn 30. nóvember á Kýpur en það verður lokaleikur íslenska liðsins á árinu.
Til stóð að það yrði eini leikur Íslands í landsleikjaglugganum í nóvember en nú er ljóst að leikirnir verða tveir.
Ísland og Japan hafa þrívegis mæst áður, alltaf í Algarvebikarnum, en Japan hefur fagnað sigri í öll þrjú skiptin.