Staðan er þá skýr

Ásmundur Arnarsson.
Ásmundur Arnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásmundur Arnarsson, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta, var nokkuð sáttur við markalaust jafntefli gegn Kharkiv á útivelli í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Með úrslitunum náði Breiðablik í sitt fyrsta stig í riðlakeppninni.

„Við komum ekki hingað fyrir eitt stig, en eitt stig er í lagi. Það hefði auðvitað verið betra að vinna, en eitt stig er í lagi. Við vonuðumst eftir góðum úrslitum með góðu skipulagi, baráttu og hröðum sóknum. Auðvitað vildum við fá þrjú stig og vildum vinna leikinn. Á erfiðum útivelli á móti hörkuliði tökum við stigið og reynum að ná í sigurinn á heimavelli,“ sagði Ásmundur á blaðamannafundi fyrir leik.  

Breiðablik og Kharkiv eru með eitt stig hvort á meðan stórliðin PSG og Real Madrid eru að stinga af. „Staðan í riðlinum er svipuð og við mátti búast fyrirfram. Við erum með tveimur mjög sterkum liðum í riðli. Það væri frábært að fá eitthvað á móti þeim, en líka erfitt. Mestu líkurnar á að ná í stig eru á móti Kharkiv. Við náðum í eitt á útivelli. Staðan er þá skýr. Það eru tvö sterkari lið og tvö ekki eins sterk.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert