Telma búin að verja flest skot

Telma Ívarsdóttir grípur boltann í leik með Breiðabliki gegn Val …
Telma Ívarsdóttir grípur boltann í leik með Breiðabliki gegn Val í sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Telma Ívarsdóttir, markvörður kvennaliðs Breiðabliks í knattspyrnu, er sá markvörður sem hefur varið flest skot hingað til í Meistaradeild Evrópu.

Hefur hún varið 22 skot í sjö leikjum á tímabilinu, þ.e. fjórum leikjum í undankeppni og þremur í riðlakeppni.

Í þessum leikjum hefur hún fengið á sig sjö mörk og haldið markinu sínu hreinu einu sinni.

Náði hún einmitt að halda marki sínu hreinu í kvöld þegar hún varði fjögur skot í markalausu jafntefli gegn Kharkiv í B-riðlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert