Liðstyrkur í Laugardal

Freyja Karín Þorvarðardóttir skrifað undir tveggja ára samning við Þróttara.
Freyja Karín Þorvarðardóttir skrifað undir tveggja ára samning við Þróttara. Ljósmynd/Þróttur

Freyja Karín Þorvarðardóttir er gengin til liðs við kvennalið Þróttar úr Reykjavík í knattspyrnu. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem félagið sendi frá sér í dag.

Freyja, sem er fædd árið 2004 og uppalin hjá Þrótti í Neskaupstað, kemur til félagsins frá Fjarðabyggð/Hetti/Leikni en hún skrifaði undir tveggja ára samning við Þróttara.

Hún var útnefnd besti leikmaður 2. deildarinnar á síðustu leiktíð en Freyja á að baki 37 leiki fyrir félagið þar sem hún hefur skorað 40 mörk. Hún varð markadrottning 2. deildar og skoraði 22 mörk í 15 leikjum Austfjarðaliðsins sem vann sannfærandi sigur í deildinni og leikur í 1. deildinni á næsta ári. Freyja lék jafnframt með U19 ára landsliði Íslands í haust og skoraði þar mikilvægt mark í sigurleik gegn Serbíu.

Þróttarar höfnuðu í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð með 29 stig og þá hafnaði liðið í öðru sæti bikarkeppninnar eftir tap gegn Breiðabliki í úrslitaleik á Laugardalsvelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert