Sóknarmaðurinn Viðar Örn Kjartansson verður ekki með í landsleikjunum gegn Rúmeníu og Norður-Makedóníu í undankeppni HM í knattspyrnu.
Viðar Örn dró sig út úr hópnum vegna meiðsla en Ísland mætir Rúmeníu á morgun.
Yfirlýsing KSÍ:
„Viðar Örn Kjartansson verður ekki með A landsliði karla í leikjunum tveimur sem eru framundan í undankeppni HM 2022, gegn Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Viðar Örn hefur ekki náð sér af meiðslum sem hann varð fyrir í leik með félagsliði sínu fyrir landsliðsverkefnið og mun hann því snúa aftur til síns félagsliðs. Ekki verður kallað á annan leikmann í hópinn, sem telur nú 23 leikmenn.“