Hætti við á síðustu stundu

Natasha Anasi er í íslenska landsliðshópnum fyrir komandi verkefni gegn …
Natasha Anasi er í íslenska landsliðshópnum fyrir komandi verkefni gegn Japan og Kýpur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ída Marín Hermannsdóttir og Natasha Anasi eru nýliðar í íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu en landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson tilkynnti 23 manna landsliðshóp sinn fyrir komandi verkefni liðsins í nóvember í hádeginu í dag.

Ísland mætir Japan hinn 25. nóvember í vináttulandsleik í Almere í Hollandi áður en liðið heldur til Kýpur þar sem Kýpur og Ísland mætast í C-riðli undankeppni HM 2023.

Ída Marín hefur ekki spilað fyrir A-landsliðið áður en Natasha á að baki 2 A-landsleiki frá síðasta ári.

„Ída spilaði mjög vel í sumar og við erum líka að reyna stækka kökuna úr þeim leikmönnum sem við höfum úr að velja svo við séum með rétta mynd af sem flestum leikmönnum,“ sagði Þorsteinn á fjarfundi með blaðamönnum í dag.

„Natasha hefur alltaf verið mjög nálægt því að vera valin og ég ætlaði að velja hana í síðasta glugga. Ég hætti hins vegar við á síðustu stundu og valdi Hafrúnu Rakel Halldórsdóttur í staðinn þar sem ég átti ekki von á því að Elísa Viðarsdóttir myndi leysa vinstri bakvarðastöðuna jafn vel og hún gerði á móti Kýpur.

Ég vildi skoða Natöshu ennþá betur og gefa henni tækifæri til þess að sýna mér hversu langt hún er komin. Hún getur spilað sem miðvörður, aftarlega á miðju og sem hægri bakvörður og hún gæti nýst okkur mjög vel,“ bætti Þorsteinn við.

Ída Marín Hermannsdóttir, til vinstri, varð Íslandsmeistari með Val í …
Ída Marín Hermannsdóttir, til vinstri, varð Íslandsmeistari með Val í sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert