Hákon í A-landsliðshópinn

Hákon Rafn Valdimarsson á æfingu með U21-árs landsliðinu í sumar.
Hákon Rafn Valdimarsson á æfingu með U21-árs landsliðinu í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður sænska knattspyrnufélagsins Elfsborg, hefur verið kallaður í A-landsliðshópinn eftir að Patrik Sigurður Gunnarsson, markvörður norska félagsins Viking, þurfti að draga sig úr honum vegna meiðsla.

Hákon Rafn lék í marki U21-árs landsliðsins fyrr í dag og stóð sig vel í öruggum 3:0 útisigri gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2023.

Brynjar Atli Bragason, markvörður úr Breiðabliki, hefur verið kallaður í U21-árs hópinn í stað Hákons Rafns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert