Orri Steinn leysir Stefán Árna af hólmi

Orri Steinn Óskarsson hefur verið kallaður inn í U21-árs landsliðið.
Orri Steinn Óskarsson hefur verið kallaður inn í U21-árs landsliðið. Ljósmynd/Köbenhavn

Orri Steinn Óskarsson hefur verið kallaður inn í U21-árs landsliðshópinn sem mætir Liechtenstein og Grikklandi í undankeppni EM 2023.

Ísland mætir Liechtenstein síðar í dag í Eschen og heimsækir svo Grikkland í Tripoli 16. nóvember en íslenska liðið er með 4 stig í fjórða sæti D-riðils undankeppninnar.

Stefán Árni Geirsson, leikmaður KR, er að glíma við meiðsli og getur ekki tekið þátt í verkefninu og hefur Orri Steinn verið kallaður inn í hans stað.

Orri Steinn er samningsbundinn Köbenhavn í Danmörku og er nýliði í U21-árs landsliðshópnum en hann á að baki 6 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert