Segir Óskar búinn að skrifa undir í Garðabæ

Óskar Örn Hauksson hefur verið fyrirliði KR undanfarin ár.
Óskar Örn Hauksson hefur verið fyrirliði KR undanfarin ár. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki

Knattspyrnumaðurinn Óskar Örn Hauksson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Stjörnuna í Garðabæ. Þetta fullyrðir Hjörvar Hafliðason, Dr. Football, á Twitter-síðu sinni.

Óskar Örn var með samningstilboð frá Garðbæingum sem og KR-ingum en fótbolti.net greindi frá því í vikunni að tilboð Stjörnumanna væri talsvert bitastæðara en tilboð Vesturbæinga.

Óskar, sem er 37 ára gam­all, hef­ur leikið með KR-ing­um und­an­far­in fimmtán tíma­bil en hann er upp­al­inn hjá Njarðvík.

Hann er leikja­hæsti leikmaður KR í efstu deild frá upp­hafi með 296 leiki og þá er hann einnig marka­hæsti leikmaður í sögu KR í efstu deild með 73 mörk.

Óskar á jafn­framt leikja­met efstu deild­ar þar sem hann hef­ur spilað sam­tals 348 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert