Sex breytingar gegn Liechtenstein

Brynjólfur Willumsson snýr aftur í byrjunarlið U21-árs landsliðsins.
Brynjólfur Willumsson snýr aftur í byrjunarlið U21-árs landsliðsins. AFP

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari íslenska U21-árs landsliðs karla í knattspyrnu, gerir sex breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2023 í Eschen-Mauren í dag.

Karl Friðleifur Gunnarsson, Valgeir Valgeirsson, Hákon Arnar Haraldsson, Kristian Nökkvi Hlynsson og Brynjólfur Andersen Willumsson koma inn í liðið frá síðasta leik gegn Portúgal sem fram fór á Víkingsvelli í Fossvogi í október.

Ísland er með 4 stig í fjórða sæti riðilsins en Liechtenstein er án stiga í sjötta og neðsta sætinu.

Byrjunarlið Íslands:

Hákon Rafn Valdimarsson
Valgeir Valgeirsson
Karl Friðleifur Gunnarsson
Finnur Tómas Pálmason
Valgeir Lunddal Friðriksson
Atli Barkarson
Kolbeinn Þórðarson
Ágúst Eðvald Hlynsson
Kristian Nökkvi Hlynsson
Hákon Arnar Haraldsson
Brynjólfur Andersen Willumsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert