Davíð Snorri Jónasson, þjálfari íslenska U21-árs landsliðs karla í knattspyrnu, gerir sex breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2023 í Eschen-Mauren í dag.
Karl Friðleifur Gunnarsson, Valgeir Valgeirsson, Hákon Arnar Haraldsson, Kristian Nökkvi Hlynsson og Brynjólfur Andersen Willumsson koma inn í liðið frá síðasta leik gegn Portúgal sem fram fór á Víkingsvelli í Fossvogi í október.
Ísland er með 4 stig í fjórða sæti riðilsins en Liechtenstein er án stiga í sjötta og neðsta sætinu.
Byrjunarlið Íslands:
Hákon Rafn Valdimarsson
Valgeir Valgeirsson
Karl Friðleifur Gunnarsson
Finnur Tómas Pálmason
Valgeir Lunddal Friðriksson
Atli Barkarson
Kolbeinn Þórðarson
Ágúst Eðvald Hlynsson
Kristian Nökkvi Hlynsson
Hákon Arnar Haraldsson
Brynjólfur Andersen Willumsson