Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er með yngsta leikmannahóp evrópskra landsliða sem stendur. Meðalaldur íslenska liðsins í yfirstandandi landsleikjaglugga er aðeins 24,7 ár.
Jacek Kulig, hjá Football Talent Scout, greindi frá á Twitter. Lúxemborg er í öðru sæti með meðalaldurinn 25,2 ár og England í þriðja sæti með 25,5 ár.
Meðalaldur leikmanna í byrjunarliði Íslands gegn Rúmeníu á fimmtudag var 24,9 ár. Meðalaldur leikmanna í byrjunarliði Rúmeníu var t.a.m. 27,7 ár.
Ísland gerði markalaust jafntefli við Rúmeníu á útivelli og mætir Norður-Makedóníu ytra klukkan 17 í lokaleik sínum í J-riðli í dag.
The youngest national teams in Europe at the moment (average age of the current squad):
— Football Talent Scout - Jacek Kulig (@FTalentScout) November 13, 2021
🇮🇸Iceland - 24.7
🇱🇺Luxembourg - 25.2
🏴England - 25.5
🇹🇷Turkey - 25.6
🇽🇰Kosovo - 25.8
🇲🇹Malta - 25.8
🇷🇴Romania - 25.9
🇲🇰North Macedonia - 25.9
🇸🇲San Marino - 25.9 pic.twitter.com/I86S6ZRHLq