Ísland með yngsta landslið Evrópu

Byrjunarlið Íslands gegn Rúmeníu.
Byrjunarlið Íslands gegn Rúmeníu. Ljósmynd/Alex Nicodim

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er með yngsta leikmannahóp evrópskra landsliða sem stendur. Meðalaldur íslenska liðsins í yfirstandandi landsleikjaglugga er aðeins 24,7 ár.

Jacek Kulig, hjá Football Talent Scout, greindi frá á Twitter. Lúxemborg er í öðru sæti með meðalaldurinn 25,2 ár og England í þriðja sæti með 25,5 ár.

Meðalaldur leikmanna í byrjunarliði Íslands gegn Rúmeníu á fimmtudag var 24,9 ár. Meðalaldur leikmanna í byrjunarliði Rúmeníu var t.a.m. 27,7 ár.

Ísland gerði markalaust jafntefli við Rúmeníu á útivelli og mætir Norður-Makedóníu ytra klukkan 17 í lokaleik sínum í J-riðli í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert