Kveðjuleikur Birkis var í Skopje

Birkir Már Sævarsson, lengst til vinstri af íslensku leikmönnunum, í …
Birkir Már Sævarsson, lengst til vinstri af íslensku leikmönnunum, í leiknum í Skopje í dag. Ljósmynd/Robert Spasovski

Birkir Már Sævarsson lék í kvöld sinn síðasta leik með karlalandsliði Íslands í knattspyrnu þegar það beið lægri hlut fyrir Norður-Makedóníu í Skopje í undankeppni heimsmeistaramótsins, 3:1.

Birkir Már staðfesti í viðtali við RÚV strax eftir leikinn að þetta hefði verið hans síðasti landsleikur.

Hann kveður sviðið sem þriðji leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi en Birkir Már lék 103 A-landsleiki  á fjórtán ára landsliðsferli frá árinu 2007.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert