Áreiðanlegri leikmaður er vandfundinn

Birkir Már Sævarsson (t.v.) eftir sinn síðasta landsleik á sunnudagskvöld.
Birkir Már Sævarsson (t.v.) eftir sinn síðasta landsleik á sunnudagskvöld. Ljósmynd/Robert Spasovski

Birkir Már Sævarsson tilkynnti eftir leik Íslands gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu karla á sunnudag að landsliðsskórnir væru komnir upp í hillu. Það er óhætt að segja að Birkir Már, sem er þriðji leikjahæsti landsliðsmaður Íslands með 103. leiki, eigi einn albesta landsliðsferilinn á meðal karlanna.

Ég viðurkenni fúslega að ég gat ekki séð fyrir að það yrði raunin þegar Birkir Már var að gera sig gildandi með Val hér heima og lék sinn fyrsta landsleik árið 2007. Mér þótti ekki mjög mikið til hans koma fyrstu árin hans með landsliðinu. Jú hann var fljótur en ég sá ekki mikið meira í hans leik.

Mikið sem ég hafði rangt fyrir mér! Fyrir mér er Birkir Már tvímælalaust besti hægri bakvörður í sögu karlalandsliðsins. Áreiðanlegri leikmaður er vandfundinn; ávallt var hægt að treysta á góða frammistöðu frá honum á ótrúlegu gullaldarskeiði landsliðsins.

Bakvörð Gunnars má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert